Stórglæsileg og ævintýraleg Gullnahrings ferð.
Í ferðinni er notast við breyttann jeppa sem gefur okkur flr. valkosti í ferðinni og gerir okkur kleift að komast að stöðum sem eru oft ekki færir minni bílum.
Ferðin hefst í heimabænum okkar Hveragerði þar sem við munum sýna ykkur bæinn, með okkar
augum. Bærinn er þekktur fyrir stórkostlega náttúru, jarðhita, jarðskjálfta, fjölbreitt mannlíf
garðyrkju og sögu þó ekki sé bærinn gamall. Áður en haldið er á brott munum við fá okkur nesti sem er að hluta eldað í hver á svæðinu.
Í þessari ferð munum við heimsækja 10 km langa sandfjöru, það má segja að svartar sandstrendur séu eitt af megineinkennum suðurstrandlínu Íslands.
Við munum einnig kanna ævintýralegan Hraunhelli þar sem gestum verður boðið upp á heitt súkkulaði jafnramt því að njóta kyrrðar og litadýrðar hellisins.
Að sjálfsögðu stoppum við hjá Geysi og Gullfossi einu af öflugustu vatnsföllum í Evrópu.
Svo er haldið til Þingvalla sem er lokaáfangastaður ferðarinnar en þangað munum við koma seinnipart dags þar sem við förum létt yfir sögu staðarins
Allar okkar ferðir eru Private ferðir
Verð:
1-4 pers............. 150.000 kr. heildar verð
5 pers eða flr. ........ 35.000 kr. per pers
Innifalið:
Leiðsögumaður, létt nesti í hellinum, broddar og hellabúnaður
Erfiðleikastig:
2 af 5 í erfiðleika stuðlinum
Koma með:
Sundföt,nesti, handklæði, gönguskó, bakboka, auka vatnsflösku og góð föt, klæðnaður eftir veðri
(gott að reikna með kaldara veðri þegar líða tekur á daginn)
Ferðin tekur sirka 12 klst. og gengið er sirka 1-6 km eftir aðstæðum og getu.
Ferðin hefst frá Mánamörk 3-5 Hveragerði eða þar sem fólk kýs að láta ná í sig á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni við það.