Að notast við sérútbúinn jeppa til að eltast við norðurljósin gefur möguleika á að sjá þau á fáfarnari og snjóþyngri slóðum jafnframt því að ferðin verður meira ævintýri.
Að vera upp á fjöllum fjarri mannbyggðum þegar himnarnir skarta sínu fegursta eykur áhrifamátt norðurljósanna og ekki skemmir fyrir að vera með heitan súkkulaði bolla til að ylja sér við.
Í öllum okkar norðuljósaferðum tökum við myndir og deilum með gestum okkar í lok ferðar
ATH. Norðurlósin eru náttúrufyririgði og stundum getur brugðið til beggja vona hvort þau sjáist eða
ekki, þó spáin sé góð. Við fylgjumst ávallt með veður og norðurljósa spá og förum ekki í norðurljósaferðir nema að það sé ágætis von um að ljós sjáist.
Ef spáin er óhagstæð og ferð aflýst, þá er ekki rukkað fyrir ferðina og hún endurgreidd að fullu, þeim sem hafa fyrirframgreitt ferðina.
Allar okkar ferðir eru Private ferðir
Verð:
1-4 pers............. 139.600 kr. heildar verð
5 pers or more..... 28.900 kr. per pers
Innifalið:
Leiðsögumaður, létt nesti, broddar, höfuðljós
Erfiðleikastig:
1 af 5 í erfiðleika stuðlinum
Koma með:
Gönguskó, auka vatnsflösku og góð föt, klæðnaður eftir veðri (gott að reikna með kaldara veðri upp til fjalla)
Ferðin tekur sirka 4-5 klst.
Ferðin byrjar frá Mánamörk 3-5 í Hveragerði eða þar sem fólk óskar eftir að láta ná í sig á höfuðborgarsvæðinu eða í næsta nágrenni við það.