Ein þekktasta ferð íslands er hinn svo kallaði Gullni hringur. Við bjóðum þessa ferð með öðru sniði en flest önnur fyrirtæki.
Við stoppum á stöðum sem eru lítt þekktir en alveg jafn spennandi og hinir hefbundu á Gullna hringnum sem við stoppum að sjálfsögðu líka á.
Við byrjum á að sýna ykkur heimabæinn okkar Hveragerði sem er þekktur fyrir stórkostlega náttúru, jarðhita, jarðskjálfta og garðyrkju.
Staðsetning bæjarins er einstök, að því leiti að bærinn byggðist upp á virku jarðhitasvæði og hafa bæjarbúar nýtt jarðhitann sér til lífsviðurværis í gegnum árin.
Við munum fræða ykkur um sögu bæjarins ásamt því að bjóða upp á hveraeldaðar veitingar úr einum af hverunum.
Þar næst förum við á hinar hefðbundu slóðir í Gullna hringnum s.s. Geysir og Gullfoss sem flestir
Íslendingar þekkja.
Við munum enda ferð okkar á Þingvöllum sem er tvímælalaust einn merkasti staður Íslands hvort
sem litið er til sögu okkar eða náttúru.
Þetta svæði þekkjum við vel og munum sýna ykkur og kynna á annan hátt en fólk er vant og
jafnframt fara með ykkur út fyrir hinar hefðbundu ferðamannaslóðir.
Allar okkar ferðir eru Private ferðir
Verð:
1-4 pers............. 111.600 kr. heildar verð
5 pers eða flr................ 24.900 kr. per pers
Innifalið:
Leiðsögumaður, nesti, broddar, farartæki
Erfiðleikastig:
erfiðleika stig ferðarinnar er í léttari kantinum.
Koma með:
Gönguskó, bakboka, auka vatnsflösku og góð föt, klæðnaður eftir veðri, gott er að taka með regnföt.
Ferðin tekur allann 7-8 tíma
Ferðin byrjar frá Mánamörk 3-5 í Hveragerði eða þar sem fólk óskar eftir að láta ná í sig á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni við það.