Að koma í Þórsmörkina að sumri til er mikil upplifun. Óvíða á Íslandi er fegurðinn og andstæðurnar meiri, jöklar, jökulsorfið land, grænt birki, birki ilmur, lyng, ægifagrar bergmyndanir, jökulsár, krystal tærar bergvatnsár , ummerki fyrra eldgosa og menjar manna frá fornu fari svo fátt eitt sé nefnt.
Allt þetta gerir Þórsmerkurferð að ólýsanlegu ævintýri!
Á vegi okkar inn í Þórsmörk verða nokkrar ár, misvatnsmiklar og munum við notast við sérútbúinn jeppa til að komast yfir þær.
Í ferðinni er möguleiki að fara í eina langa gönguferð þar sem gengið er upp að Magna og Móða sem urðu til í eldsumbrotunum 2010 sem verður þá meginuppistaðan í ferðinni.
Eða stoppa á mörgum stöðum og fara í margar stuttar göngur þar sem skoðuð eru t.d gil , faldir fossar og gengið upp á auðvelda hnjúka og tinda sem bjóða upp á ægifagurt útsýni.
Við munum stoppa við Gígjökul þar sem neðsti hluti jökulsins er horfinn sem og jökullónið sem hvarf í
eldgosinu 2010.
Allar okkar ferðir eru Private ferðir
Verð:
1-4 pers............. 150.000 kr. heildar verð
5+ pers.............. 35.000 kr. PER PERS
Innifalið:
Leiðsögumaður & jeppi
Erfiðleikastig:
Erfiðleika stig fer eftir því hvor útgáfan af ferðinni verður fyrir valinu.
Koma með:
NESTI, Gönguskó, bakboka, auka vatnsflösku og góð föt, klæðnaður eftir veðri, gott er að taka með regnföt.
(gott að reikna með kaldara eftir því sem hærra er gengið.
Ferðin tekur allann daginn eða styttra, fer eftir óskum hvers hóps.
Ferðin hefst frá Mánamörk 3-5 Hveragerði eða þar sem fólk óskar að við náum í það.