Lang vinsælasta hópeflið okkar undanfarin ár. Leikjaþrautabrautin er frábær leið til að hrista hópinn saman og skapa skemmtilegan dag.
Brautin er smækkuð mynd af Ratleik og er sett upp á afmörkuðu svæði t.d í lystigarðinum í Hveragerði, innandyra eða eftir óskum.
Leikurinn samanstendur af fjölbreittum og óhefðbundnum þrautum, þar sem hópnum er skipt í lið sem keppa síðan hvor við annað og safna stigum í hverri þraut og stigahæsta liðið er krínt sem sigurvegarar í lok leiks. Við leggjum metnað í að hanna öðruvísi og óhefðbundnar þrautir með það að leiðarljósi að hrista hópinn saman og skapa skemmtilegar minningar. Leikirnir henta ungum sem öldnum þar sem hóparnir þurfa að leysa þrautir sem reyna á sjón, hugsun og færni. Og er leikurinn því tilvalinn fyrir hópa með mismunandi getustig.
Hægt er að panta í Leikjaþrautabrautina allt árið um kring.
Tími: 1-2 klst.
Verð fyrir Leikjaþrautabraut:
4 - 14 pers 50.000 kr. á hópinn, Lágmarksverð fyrir uppsetningu á leik
15-19 pers 3.600 kr. á mann
20-50 pers 3.400 kr. á mann
51+ 3.200 kr. á mann
Tökum einni á móti stærri hópum
Verð fyrir Leikjaþrautabraut og Aparóluna:
4 - 14 pers 90.000 kr. á hópinn, Lágmarksverð fyrir uppsetningu á leiknum og aparólunni
15-19 pers 6.500 kr. á mann
20-50 pers 6.000 kr. á mann
51+ 5.750 kr. á mann
Það hefur verið mjög vinsælt að blanda saman öðru hópefli með Leikjaþrautabrautinni eins og t.d
Hveragangan, þá dreifum við leikjunum á leið okkar.
Aparólan
Hólaferð
Fjallgöngu
Grillveislu
Brimbrettakennsla
Og fleirra